41. fundur faghóps 2

Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
41. fundur, 31.10.2023, kl. 15:00-17:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Unnur Svavarsdóttir (US) boðaði forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 15:00


Skýrsla um áhrif vindorkuvera og afleiddra mannvirkja á landbúnað.
Vigdís Freyja Helmutsdóttir kynnti niðurstöður úr heimildarýni um áhrif vindorku á aðra landnotkun. Mjög áhugaverð og góð samantekt.

Kjalölduveita
Farið yfir svar faghópsins til verkefnisstjórnar. Faghópurinn samþykkti svarið og mun ADS senda það til formanns verkefnisstjórnar síðar í dag.

Greinargerð um Skrokkölduvirkjun
Farið yfir samantekt í greinargerð um Skrokkölduvirkjun. Gerðar smávegis lagfæringar sem ADS mun koma áleiðis til fulltrúa í faghópi 1. Greinargerðin verður send sem drög til formanns verkefnisstjórnar síðar í kvöld. Eftir á að gera myndaskrá og laga myndir en stefnt er að ljúka því í vikunni.

Mat á virði ferðasvæða
Unnið að virðismati ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.


Fundi slitið kl. 17:30