45. fundur faghóps 2
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
45. fundur, 14.11.2023, kl. 15:00-17:30
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).
Unnur Svavarsdóttir (US) boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 15:00
• Skýrsla um áhrif Bolaölduvirkjunar á ferðaþjónustu og útivist
Vera Vilhjálmsdóttir kynnti niðurstöður úr rannsókn sem gerð var fyrir faghóp 2 og greindi og mat áhrif virkjanaframkvæmda við Bolaölduvirkjun á ferðaþjónustu og útivist.
• Tímalína verkefnis
ADS greindi frá tímalínu verkefnisins eins og formaður verkefnisstjórnar kynnti hana á kynningarfundi verkefnisstjórnar 25. október s.l.
• Mat á áhrifum virkjunarkosta
ADS lagði fram tillögu að tímaröð fyrir mat á áhrifum þeirra 15 virkjunarkosta sem eru til umfjöllunar nú. Vinnutilhögun við matið rædd.
• Mat á virði ferðasvæða
Unnið að virðismati ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.
Fundi slitið kl. 17:30