50. fundur faghóps 2, 29.11.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
50. fundur, 29.11.2023, kl. 14:30-16:30
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US)
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 14:30
Ferðasvæði
US og ETF kynntu tillögur að breytingum á mörkum nokkurra ferðasvæða í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Þær samþykktar og verða mörkin lagfærð í kortasjá. Í framhaldinu verða virðiseinkunnir viðkomandi ferðasvæða endurskoðaðar.
Mat á áhrifum virkjunarkosta
Unnið að mati á áhrifum virkjunarkosta á ferðasvæði.
Önnur mál
ADS greindi frá því að fyrstu drög að nýju víðerniskorti frá Carver væru komin og er lokaútgáfa væntanleg í næstu viku.
ADS mun halda stutta kynningu á næsta fundi á niðurstöðum rannsókna sem Maskína vann fyrir faghópinn og fjallar um viðhorf ferðamanna til uppbyggingar vindorkuvera á Íslandi.
Fundi slitið kl. 16:30