63. fundur faghóps 2, 31.01.2024
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
63. fundur, 31.01.2024, kl. 14:00-17:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).
Unnur Svavarsdóttir (US) boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 14:00
1. Hæð vindmylla í sýnileikagreiningu í kortasjá
Við mat á áhrifum eins vindorkukosts á síðasta fundi kom í ljós misræmi í uppgefinni hæð vindmylla, þ.e.í kynningu virkjunaraðila var uppgefin hæð vindmylla hærri en í skýrslu um viðkomandi vindorkuver. BM sendi LMÍ fyrirspurn um við hvaða hæð væri miðað við gerð sýnileikakorta í kortasjá. Svar LMÍ var að sú hæð vindmylla sem notuð var í sýnileikagreiningu í kortasjá væri sú hámarkshæð sem gefin var upp í skýrslu viðkomandi virkjunar.
ADS mun taka þetta upp við verkefnastjórn en kortasjá þarf að sýna réttar upplýsingar.
2. Mat á áhrifum virkjunarkosta
Unnið að mati á áhrifum virkjunarkosta á ferðasvæði og lokið við að meta síðustu virkjunarkostina.
3. Næstu skref
Farið yfir næstu skref í verkefninu. Næsti sameiginlegi fundur faghópsins verður mánudaginn 12. febrúar n.k..
Fundi slitið kl. 16:30