65. fundur faghóps 2, 19.02.2024
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
65. fundur, 19.02.2024, kl. 14:00-17:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US)
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 14:00
1. Vægi ferðamennsku, landbúnaðar og veiði.
Vilborg Helga Júlíusdóttir hagfræðingur mætti á fundinn en hún hefur í fyrri áföngum aðstoðað faghóp 2 við að reikna út hlutföll ferðamennsku, beitar og veiði fyrir lokaniðurstöður faghópsins byggð á vergri landsframleiðslu. Farið yfir stöðuna með Vilborgu en hún upplýsti hópinn um að Hagstofan muni gefa út tölur fyrir landframleiðslu ársins 2023 í lok febrúar eða byrjun mars n.k. Samþykkt var að ADS óski eftir því við verkefnastjórn að skila skýrslu inn í byrjun mars í stað loka febrúar þannig að Vilborg geti notað nýjar tölur Hagstofunnar í útreikningum fyrir faghópinn.
2. Niðurstöður og lokaskýrsla
Vinna við lokaskýrslu er langt komin. Stefnt að því að senda stóran hluta skýrslunnar í yfirlestur 20. febrúar.
Næsti fundir faghópsins er áætlaður 4. mars kl. 14-17 til að fara yfir sameiginlegar niðurstöður faghópsins.
Fundi slitið kl. 15:30