66. fundur faghóps 2, 11.03.2024

Fundarfrásögn

Faghópur 2

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

66. fundur, 11.03.2024, kl. 14:00-14:50

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG) og Hjörleifur Finnsson (HF).

Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US) boðuðu forföll.

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 14:00

1. Vægi ferðamennsku, landbúnaðar og veiði.

Einhverjar tafir verða á útgáfu Hagstofunnar á nýjum tölum atvinnuveganna varðandi hlut þeirra í landframleiðslu ársins 2023 og þar með hlutföll ferðamennsku, beitar og veiði fyrir lokaniðurstöður faghópsins. Í ljósi þessa var ákveðið að skrifa niðurstöður miðað við tölur sem notaðar voru í 4. áfanga rammaáætlunar og senda skýrsluna sem drög til verkefnisstjórnar. Þegar nýja tölur koma frá Hagstofunni verða tölurnar uppfærðar og lokaeintak sent á verkefnisstjórn, væntanlega um miðjan apríl.

2. Niðurstöður og lokaskýrsla

Farið var yfir sameiginlegar niðurstöður faghópsins og röðun virkjunarkosta með hliðjón af röðun faghóps 2 samþykkt. Farið verður aftur yfir niðurstöður faghópsins þegar nýjar tölur frá Hagstofunni liggja fyrir á næstu vikum.

3. Tillögur faghópsins um rannsóknarverkefni

Rætt var um hvaða rannsóknar faghópurinn telur mikilvægt að séu unnin með hliðjón af þeim viðfangsefnum sem fram undan eru í 5. áfanga rammaáætlunar.

Fundi slitið kl. 14:50