67. fundur faghóps 2, 22.4.2024

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

67. fundur, 22.04.2024, kl. 15:30-17:00

Fundur haldinn í netheimum

 Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Fundarritari: SSJ

 Fundur settur kl. 15:30

  1. Formaður í veikindaleyfi

ADS greindi frá því að hún þarf að fara í veikindaleyfi að læknisráði. SSJ hefur samþykkt að taka við formennsku í faghópnum. ADS þakkað kærlega fyrir samstarfið og henni óskað góðs bata.

  1. Lokaniðurstöður – vægi ferðamennsku og útivistar, landbúnaðar og veiði

Nýjar tölur eru komnar frá Hagstofunni og er búið að reikna út hlutföll ferðamennsku, landbúnaðar og veiði fyrir sameiginlega niðurstöðu faghópsins. Farið yfir þá lokaniðurstöðu og kynningu faghópsins á henni sem ADS og SSJ munu halda fyrir verkefnisstjórn miðvikudaginn 24. apríl. Faghópurinn sammála því að það sé styrkur að horfa á hlutina í samhengi og skoða saman áhrif fleiri virkjana en færri.

  1. Verkefnastjórn – næstu skref – rannsóknaverkefni

Formenn faghópa eru boðaðir á fund með verkefnisstjórn miðvikudaginn 24. apríl og munu þar kynna niðurstöður faghópa. Í framhaldi af þeim fundi mun verkefnisstjórn ákveða næstu skref í verkefninu. Í framhaldinu verður vonandi hægt að taka ákvörðun um möguleg rannsóknaverkefni.

  1. Næstu fundir

Enginn fundur verður eftir viku en í framhaldinu verða vikulegir fundir, 8., 15. og 22. maí.

Fundi slitið kl. 17:00