68. fundur faghóps 2, 8.5.2024

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

68. fundur, 08.05.2024, kl. 14:00 – 15:00

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Bryndís Marteinsdóttir (BM) og Einar Torfi Finnsson (ETF) boðuðu forföll

Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) er í veikindaleyfi

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 14:00

  1. Fundur verkefnisstjórnar 24.04.2024

SSJ sagði frá fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn. Þar kynntu formenn niðurstöður faghópa varðandi áhrif vatnsaflsvirkjananna Hamarsvirkjunar, Hvanneyrardalsvirkjunar, Tröllárvirkjunar og Skúfnavatnavirkjunar og jarðvarmavirkjunarinnar Bolaöldu.

  1. Lokaskýrsla faghóps 2 – vatnsafl og jarðvarmi í 5. áfanga

Farið yfir breytingar á lokaskýrslu vegna skiptingar hennar í annars vegar skýrslu um áhrif vatnsafls- og jarðvarmavirkjana og hins vegar skýrslu um áhrif vindorkuvera. Faghópurinn lauk við skýrslu um mat faghópsins á áhrifum vatnsafls- og jarðvarmavirkjana á ferðamennsku, útivist og landbúnað í 5. áfanga. Skýrslu um mat faghópsins á áhrifum vindorkuvera á ferðamennsku, útivist og landbúnað í 5. áfanga verður skilað þegar verkefnisstjórn óskar þess en drög að þeirri skýrslu eru komin inn á Teams svæðið.

  1. Næstu skref og fundir

Næstu fundir eru á dagskrá 15. og 22. maí. Enn er óljóst með næstu skref frá verkefnisstjórn og var því ákveðið að fella niður fund 15. maí og taka stöðuna í framhaldinu.

Fundi slitið kl. 15:00