69. fundur faghóps 2, 22.5.2024

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

69. fundur, 22.05.2024, kl. 14:00 – 15:30

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ).

Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG) og Unnur Svavarsdóttir (US) boðuðu forföll

Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) er í veikindaleyfi

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 14:00

  1. Lokaskýrsla faghóps 2 – vindorka í 5. áfanga

Farið yfir breytingar á lokaskýrslu vegna skiptingar hennar. Lokið við skýrslu um mat faghópsins á áhrifum vindorkuvera á ferðamennsku, útivist og landbúnað. Skýrslan er tilbúin og verður send verkefnisstjórn þegar hún óskar eftir henni.

  1. Næstu skref

SSJ greindi frá því að verkefnisstjórn hyggst reyna að koma af stað vinnu við mat á átta virkjunarkostum í biðflokki Ramma3 og hefur óskað eftir því að faghópurinn kanni stöðuna á vinnu hópsins varðandi þá kosti en þeir eru eftirtaldir:

  • Stóra Laxá
  • Hólmsá (fleiri útfærslur) 
  • Hvítá, Búðartunga 
  • Hagavatn
  • Trölladyngja
  • Innstidalur 
  • Fremrinámar

Mögulega verða kynningar frá virkjunaraðilum í júní og vettvangsferðir snemma í haust. Faghópurinn telur skynsamlegt að fá fyrst upplýsingar um stöðu þessarra virkjunarhugmynda áður en farið yrði í frekari matsvinnu á þeim.

  1. Rannsóknahugmyndir

SSJ greindi frá hugmyndum að tveimur rannsóknaverkefnum varðandi áhrif vindorkuvera á ferðaþjónustu og útivist. Til stóð að framkvæma fyrra verkefnið, sem er ljósmyndaverkefni, á síðasta ári í samstarfi við faghóp 1 en það þurfti frekari skoðunar við og mun SSJ kanna stöðuna á því.

Síðara verkefnið lítur að því að kanna viðhorf ferðaþjónustuaðila til staðsetningar vindorkuvera á Íslandi en verið er að undirbúa sambærilega rannsókn til að kanna viðhorf Íslendinga til sama þáttar. Faghópurinn telur rétt að bíða aðeins með verkefnið og sjá fyrst hvernig gengur með þá rannsókn sem er í undirbúningi meðal Íslendinga. Faghópurinn var með nokkrar athugasemdir við rannsóknina og mun SSJ koma þeim til rannsóknaraðila.

  1. Næstu fundir

Þetta er síðasti fundur fyrir sumarfrí og er gert ráð fyrir að hittast næst á fundi síðla sumars en engin dagsetning ákveðin. Það verður gert með hliðsjón af næstu verkefnum, þ.e. mögulegum kynningum og skoðunarferðum vegna átta virkjunarkosta í biðflokki.

Fundi slitið kl. 15:30