7. fundur faghóps 2, 20.10.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

7. fundur, 20.10.2022, kl. 8:30-10:00.  

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ)

Unnur Svavarsdóttir (US) forfallaðist.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 8:30 

  1. Kynning á áherslum verkefnisstjórnar. AD sýndi og fór yfir glærupakka frá formanni verkefnisstjórnar. Þar er farið yfir þá virkjanakosti sem verkefnisstjórn hefur ákveðið að taka til umfjöllunar. Í kynningunni var einnig farið yfir sameiginleg viðfangsefni eins og landupplýsingakerfi sem Landmælingar eru að útbúa sem vinnutæki fyrir faghópana, viðhorfskannanir, sýnileikagreiningar og farleiðir fugla. Virkjunarkostinrnir sem verkefnisstjórn hefur ákveðið að taka til umfjöllunar skiptast eftirfarandi flokka: 
    1. Virkjanakostir í vatnsafli og jarðvarma sem eru í biðflokki núverandi rammaáætlunar. 
    2. Virkjanakostir færðir í biðflokk á Alþingi 2022. 
    3. Vindorkukostir. Verkefnastjórn óskar eftir því að sérstök áhersla sé lögð á vindorkukostina í vinnu faghópa framundan eða á meðan verið er að greina hvað vantar til að meta flokka I og II. 
    4. Aðrir virkjanakostir. Orkustofnun hefur opið fyrir virkjanaaðila að senda nýja virkjanakosti til mats.  
  1. Kynning á landfræðigögnum/gagnagrunni f. rammaáætlun. Landmælingar hafa útbúið kortasjá sem á að nýtast faghópum við vinnuna. Rætt um þann möguleika að kortagögn sem útbúin voru fyrir faghóp 2 í 3. og 4. áfanga, eins og ferðasvæðin, yrðu einnig sett inn í kortasjána en þau geta nýst við áframhaldandi vinnu faghópsins. BM mun setja sig í samband við Landmælingar um það verkefni. 
  2. Umræður um rannsóknir. Farið yfir þær viðtalsrannsóknir sem faghópur 2 lét gera meðal ferðaþjónustu- og útivistaraðila í 4. áfanga. Bent var á að einnig þyrfti að gera rannsóknir sem snúa að áhrifum á beit. Rætt var um mikilvægi þess að viðhorfskönnunum fylgdu einnig djúpviðtöl og því velt upp hvort mögulegt væri að gera ítarlegar rannsóknir fyrir svo marga vindorkukosti. Það þarf bæði að horfa á landið heildstætt en einnig einstök svæði og virkjunarkosti til að ná fram sérstöðu hvers svæðis. 
  3. Fundartímar. Stefnt að því að halda fasta fundi á þriðjudögum frá kl. 13:30-15:30 frá og með 1. nóvember n.k.

Fundi slitið kl. 10:00