70. fundur faghóps 2, 27.8.2024
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
70. fundur, 27.08.2024, kl. 15:00 – 17:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Bryndís Marteinsdóttir (BM), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).
Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) sat fundinn undir lið 1 og 2
Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Guðni Guðbergsson (GG) boðuðu forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 15:00
1. Staða mála
ADS greindi faghópnum frá stöðu sinna veikinda en hún verður enn um sinn í veikindaleyfi.
Farið yfir stöðu mála. Drög að flokkun fimm virkjunarkosta fóru í 2 vikna samráð í byrjun sumars og í framhaldinu var tillaga að flokkun fimm virkjunarkosta sett í 12 vikna samráð. 27 athugasemdir bárust við drögin. Búið er að tímasetja 4 vikulegar kynningar á orkukostum og er fyrstu kynningu lokið. Beðið er næstu skrefa frá verkefnastjórn.
2. Rannsókn um viðhorf Íslendinga til vindorkuvera á Íslandi
Edita Tverijionaiate kynnti frumniðurstöður könnunar um viðhorf Íslendinga til vindorkuvera á Íslandi. Einnig var gerð samskonar könnun meðal ferðaþjónustuaðila en fjármagn vantar til að klára úrvinnslu hennar og greina betur niðurstöður úr þessum könnunum. Faghópurinn sammála um að leitað verði til verkefnisstjórnar um að fá fjármagn til að klára þessa vinnu og mun SSJ setja sig í samband við formann verkefnisstjórnar.
3. Athugasemdir við drög að flokkun virkjunarkosta, vatnsafl- og jarðvarmi
SSJ fór stuttlega yfir helstu athugasemdir sem komu við drögin og snéru að viðfangsefni Faghóps 2. Faghópurinn mun lesa yfir þær athugasemdir sem snerta viðfangsefni faghópsins.
4. Önnur mál
Rætt um möguleikann á að fjölga í faghópnum og verður það skoðað fyrir næsta fund hópsins. Einnig var ákveðið að meðlimir faghópsins myndu skipta með sér ritun fundargerða, 1 mánuð í senn. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 10. september og fastir fundir settir á sama tíma á þriðjudögum fram í desember.
Fundi slitið kl. 17:00