71. fundur faghóps 2, 10.09.2024

Fundarfrásögn

Faghópur 2

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

71. fundur, 10.09.2024, kl. 15:00 – 17:00

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Bryndís Marteinsdóttir (BM), Hjörleifur Finnsson (HF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Einar Torfi Finnsson (ETF) og Anna G. Sverrisdóttir (AGS). Unnur Svavarsdóttir (US) boðaði forföll

Fundarritari: BM

Fundur settur kl. 15:00

1. Staða mála – Verkefnastjórn og fleira

SSJ fór yfir stöðuna á Rammaáætlun. Verkefnastjórn er að vinna í vindorkukostunum og skýrsla frá þeim kemur fljótlega. Líklegt er að faghóparnir fái lista yfir virkjunarkosti til mats í lok mánaðarins.

Verkefnastjórn er enn að taka ákvörðun um hvort aukafjármagn fáist í rannsóknirnar hennar Edita sem kynntar voru á seinasta fundi faghóps.

Ákveðið var að bíða með að fjölga í faghópnum þar til að við vitum hvað við eigum að meta. Ef við þurfum að meta eitthvað á Austurlandi er mikilvægt að fá staðkunna manneskju inn í hópinn.

2. Athugasemdir við drög að flokkun virkjunarkosta, vatnsafl- og jarðvarmi

Faghópurinn ræddi aðeins hluta þeirra athugasemda sem komu fram við drögin og snúa að viðfangsefni Faghóps 2. Ákveðið var að bíða með að vinna frekar með athugasemdirnar þar til verkefnastjórn kallaði eftir svörum.

3. Áhrifasvæði – kostir í biðflokki

Farið var yfir eftirtalda virkjunarkosti í biðflokki og áhrifasvæði þeirra, eins og þau voru skilgreind í 3. áfanga, endurskoðuð.

a. Hágöngur

b. Stóra-Laxá

c. Hólmsá neðri við Atley og Hólmsá án miðlunar

Ákveðið var að bíða með frekari vinnu þar til að komnar væru skýrari línur frá verkefnastjórn.

4. Önnur mál

Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 24. september en fundurinn sem átti að halda 17. september fellur niður.

Fundi slitið kl. 17:05