75. fundur faghóps 2, 11.12.2024
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
75. fundur, 11.12.2024, kl. 15:00 – 17:00.
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Unnur Svavarsdóttir (US), Hjörleifur Finnsson (HF) og Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS).
Fundarritari: BM
Fundur settur kl. 15:00
Dagskrá:
1. Staða mála frá verkefnisstjórn.
Verkefnastjórn er að funda og leggja lokahönd á tillögur sínar þegar kemur að vindorku. Verið er að ræða hvaða biðflokkskosti úr 3. áfanga fara líklega í endurmat í næsta áfanga.
2. Rannsóknarverkefni næstu skref
Rætt um þær tillögur að rannsóknarverkefnum sem sendar voru til verkefnastjórnar fyrr í þessum áfanga og fengu ekki fjármögnun. Tillögurnar voru endurskoðar og verða sendar aftur til verkefnastjórnar en áhersla lögð á þær sem mikilvægastar eru að komi í framkvæmd.
3. Biðflokkskostir úr 3. áfanga.
Skoðaðar voru hvaða skýrslur eru til um þá biðlfokkskosti sem líklega koma til endurmats í næsta áfanga og rætt um hvort að það þurfi að fara í nýjar eða endurbættar rannsóknir. Faghópurinn vill beina til framkvæmdaraðila að uppfæra þær upplýsingar sem koma fram í þessum rannsóknum.
4. Önnur mál
Næsti fundur verður þann 29.01.2025 og svo vikulega eftir það.
Fundi slitið kl. 17:00