76. fundur faghóps 2, 05.02.2025
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
76. fundur, 05.02.2025, kl. 15:00 – 17:00.
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Unnur Svavarsdóttir (US), Hjörleifur Finnsson (HF) og Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS).
Fundarritari: BM
Fundur settur kl. 15:00
Dagskrá:
1. Staða mála frá verkefnisstjórn.
Formenn funduðu með verkefnisstjórn þann 22. janúar sl. Rætt var um að skipunartími þessara faghópa rennur út í apríl og það þarf að fara að huga að næstu skrefum. Vatna og jarðvarmavirkjana umsagnaferlið er búið og tillögurnar fara til ráðherra. Það komu 117 umsagnir í fyrsta 2 vikna samráðsferlinu um vindorkukostina og var óskað eftir að hugað yrði að svörum við þeim. Þeir kostir fóru í 12 vikna umsagnarferli þann 30. janúar.
2. Rannsóknarverkefni næstu skref
Rætt var um tillögur að nýjum rannsóknarverkefnum. Ákveðið var að ljúka við vinnu rannsóknaráætlunnar og forgangsröðun rannsókna á næsta fundi.
3. Athugasemdir við drög að flokkun vindorkukosta
Rætt var um einstaka athugasemdir og drög að svörum við þeim. Áfram verður unnið í þeim svörum fyrir næsta fund.
4. Áhrif vindorkuvera á flugsamgöngur og frístundabyggð.
Verkefnastjórn óskaði eftir því að faghópur 2 skoðaði áhrif vindorkuvera á flugumferð, sérstaklega í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Faghópur 2 hefur ekki forsendur til að meta þau áhrif, umfram því sem snýr að flugi sem afþreyingarmöguleika í ferðaþjónustu. Faghópurinn beinir því til verkefnastjórnar að þau leiti eftir athugasemdum og umsögnum til þar til bærra stofnana.
Rætt var um hvort að faghópur 2 tæki tillit til frístundarbyggðar í mati sínu og hvort að það ætti að bæta því við í næsta áfanga. Bent var á að frístundabyggð væri hluti af því mengi sem væri skoðað, þó óbeint væri. Sannarlegasé tekið tillit til frístundarbyggða með því að leggja mat á nátturuna og svo möguleika til útivistar. Í notkun er svo lagt mat á innviðina og geta frístundhús verið hluti af þeim. Mat faghóps 2, tekur þannig á virði svæðanna fyrir þau sem dvelja í frístundabyggð. Í skýrslu um áhrif vindmyllukosta á landnotkun voru skoðuð áhrif á frístundabyggðir, það þarf að draga það betur fram.
5. Önnur mál
Næsti fundur verður þann 26.02.2025.
Fundi slitið kl. 17:00