12. fundur faghóps 3, 07.10.2022
12. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
7. október 2022 kl. 10:00 – 10:45 á Teams.
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Umræður um þá ákvörðun verkefnisstjórnar að leggja megináherslu á vindorkuver í umfjöllun faghópa. Meðal annars kom fram að mat á vindorkukostum feli í sér óvenjulegar áskoranir í störfum faghópsins þar sem engin vindorkuver eru í rekstri á Íslandi, að frátöldum tveimur vindmyllum Landsvirkjunar, og því sé ekki á mikilli reynslu af áhrifum þeirra að byggja.
Jón greindi frá fundi sem hann sat með formönnum verkefnisstjórnar og faghópa, og starfsmönnum Landmælinga þann 6. október um kortasjá með myndrænum upplýsingum um ýmis atriði sem lúta að þeim vindorkukostum sem nú koma til mats. Ákveðið að óska eftir fundi faghópsins með umræddum starfsmönnum Landmælinga til að ræða hvaða upplýsingum faghópurinn myndi óska sérstaklega eftir í þessu sambandi. Nefndar voru upplýsingar um atriði á borð við sýnileika, skuggaflökkt, hljóðmengun, sveitarfélagamörk, íbúabyggð, frístundabyggð og nálægð við þjóðgarða.
Rætt um nefndarálit meirihluta með þingsályktun um 3. áfanga rammaáætlunar er lýtur að virkjunum í neðri hluta Þjórsár. Umræður um hvernig sé best að bregðast við ákalli nefndarálitsins um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta á þessu svæði. Rætt um hvernig megi greina ástæður deilna um þessa virkjunarkosti og hvaða ráðstafanir gætu mögulega dregið úr þeim. Frekari umræðu frestað til næsta fundar
Næsti fundur á dagskrá 21. október.