14. fundur faghóps 2, 11.11.2022

Fundarfrásögn

14. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

11. nóvember 2022 kl. 09:00 – 10:30 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Ævar Þórólfsson hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fyrri hluta fundarins.

Fundargerð

  1. Umræður um skoðanakönnun á afstöðu fólks til orkuöflunar almennt og vindorku sérstaklega. Fjallað um áherslur og gerðir spurninga. Guðbjörg og Ævar munu vinna drög að könnun á næstu dögum. Stefnt er að því að könnunin verði að mestu tilbúin á næstu vikum og framkvæmd fljótlega eftir áramót.

  1. Rætt um skoðun á viðhorfum til virkjana í neðri hluta Þjórsár. Ákveðið að Hjalti greini áherslur í fyrirliggjandi gögnum, svo sem í umsögnum við tillögu til þingsályktunar um 3. áfanga rammaáætlunar frá því í vor. Einnig ákveðið að Hjalti og Sjöfn óski eftir viðtölum við forsvarsfólk fjögurra sveitarfélaga við neðri hluta Þjórsár til að leita eftir þeirra mati á viðhorfum íbúa til virkjunarhugmynda á svæðinu, og á eðli þess ágreinings sem uppi hefur verið um þær. Í framhaldinu verði ákveðið hvort og þá við hvaða aðra aðila á eða í tengslum við svæðið verði rætt.

  1. Næsti fundur ráðgerður föstudaginn 25. nóvember kl. 9.