17. fundur faghóps 3, 06.01.2023
Fundarfrásögn
17. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
6. janúar 2023 kl. 9:00 – 9:50 á Teams.
Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Fjallað um virkjunarkostina þrjá í neðri hluta Þjórsár og viðhorf sveitarstjórnarfólks og íbúa til þeirra. Umræður um að láta framkvæma viðhorfskönnunar í sveitarfélögum við neðri hluta Þjórsár, í samræmi við verkefnistillögu sem Félagsvísindastofnun lagði fram í desember að beiðni formanns faghópsins. Ákveðið að kanna forsendur þess að láta framkvæma, samhliða viðhorfskönnuninni, rýnihópavinnu í sveitarfélögunum fjórum, þar sem viðhorf íbúa til vatnsaflsvirkjunarkosta á svæðinu yrðu könnuð nánar.
Umræður um könnun á viðhorfum Íslendinga til virkjna. Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 17. janúar kl. 13:00.