18. fundur faghóps 3, 17.01.2023

Fundarfrásögn

18. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

17. janúar 2023 kl. 13:00 – 14:30 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Farið yfir spurningar í skoðanakönnun um viðhorf Íslendinga til virkjana, meðal annars með hliðsjóna af sænskri rannsókn á viðhorfum til vindvirkjana en í henni var spurt um fimm þætti; landslag, eignarhald, samráð, arð og kostnað. Leitað verður samráðs við faghóp 4 þegar kemur að því að spyrja um afstöðu til vindvirkjana með tilliti til mögulegra áhrifa þeirra á raforkuverð til neytenda. Fyrir næsta fund verður meðal annars gerð tillaga um hvaða vindorkukosti verði spurt um í könnuninni og einnig verður skoðað hvaða myndrænu framsetningu megi nota.

  1. Næsti fundur áætlaður föstudaginn 27. janúar kl. 9:00.