19. fundur faghóps 3, 27.01.2023
Fundarfrásögn
19. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
27. janúar 2023 kl. 9:00 – 9:40 á Teams.
Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Hafsteinn Birgir Einarsson.
Fundargerð
Hafsteinn Einarsson tók þátt í fundinum og staðfesti að hann samþykkti að koma inn í faghópinn í stað Guðbjargar Andreu sem hverfur nú til nýrra starfa á vettvangi stjórnsýslunnar.
Guðbjörg fór yfir spurningar í skoðanakönnun um viðhorf Íslendinga til virkjana. Rætt um fjölvalsspurningar og spurningu um einstaka vindorkukosti og/eða -svæði. Rætt um möguleika á að nýta kortasjá Landmælinga í könnuninni. Hjalti mun kanna hið síðasttalda nánar. Jón mun skoða hvernig megi fækka liðum í spurningu um einstaka virkjunarkosti eða virkjunarsvæði.
Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 31. janúar kl. 10:00.