2. fundur faghóps 3, 04.02.2022
Fundargerð
2. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
4. febrúar 2022 kl. 10:00 – 11:00 á Teams
Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
- Rætt um þá virkjunarkosti sem verða teknir fyrir í 5. áfanga rammaáætlunar, sem að líkindum verða að verulegu leyti þeir sem nú eru í biðflokki. Kortleggja þurfi þessa kosti með tilliti til gerðar þeirra og legu innan sveitarfélaga. Skynsamlegt sé að kanna hvort samvinnu megi hafa við verkefnisstjórn og aðra faghópa um þessa kortlagningu til að forðast tvíverknað.
- Rætt um fyrirliggjandi kannanir á afstöðu fólks til ýmissa atriða varandi nýtingu og friðun landsvæða. Ákveðið að safna þessum gögnum saman eins og kostur er inn á sameiginlegt svæði faghópsins. Athugað verður hvenær faghópurinn fær aðgang að slíku svæði.
- Fram kom að þegar virkjunarkostir hafa verið kortlagðir og yfirsýn hefur fengist yfir fyrirliggjandi rannsóknir sé hægt að skipuleggja rannsóknir faghópsins vegna mats á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta í 5. áfanga.
- Sá möguleiki var ræddur að óska eftir því við Landsskrá fasteigna að safna saman gögnum um tekjur sveitarfélaga af núverandi virkjunum, til að betur sé hægt að áætla tekjumöguleika sveitarfélaga af virkjunarkostum.