21. fundur faghóps 3, 07.02.2023
Fundarfrásögn
21. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
7. febrúar 2023 kl. 10:00 – 11:20 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson. Helgi Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fundinn.
Fundargerð
Greint frá fyrirhuguðum kynningarfundi um rammaáætlunarstarfið í sal Þjóðminjasafnsins 15. febrúar kl. 10-12.
Farið yfir, og nokkrar ákvarðanir teknar um, spurningar í spurningakönnun. Ákveðið að leita eftir lista yfir hagkvæmniflokkun vindorkukosta, er hafa mætti til hliðsjónar við gerð „conjoint“ spurningar. Ákveðið einnig að skoða betur hvaða myndir kæmi til greina að nota með könnuninni.
Næsti fundur áætlaður þriðjudaginn 14. febrúar kl. 10:00.