25. fundur faghóps 3, 23.03.2023
Fundarfrásögn
25. fundur
í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
23. mars 2023 kl. 09:00 – 12:50 í húsnæði Menntavísindasviðs í Stakkahlíð.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Helgi Guðmundsson verkefnisstjóri hjá Félagsvísindastofnun sat einnig fyrri hluta fundarins.
Fundargerð
Farið yfir og tekin afstaða til athugasemda við skoðanakönnun á landsvísu frá verkefnisstjórn og faghópum 1 og 2. Helgi mun senda nýtt eintak á faghópinn til yfirlesturs og endanlegrar afgreiðslu.
Farið yfir drög að matsviðmiðum, meðal annars með hliðsjón af mati á virkjunarkostunum Skúfnavatna-, Tröllár-, Hvanneyrardals-, Hamars-, og Bolaölduvirkjun. Hjalti mun vinna drög að verkefnislýsingu þar sem áætlað er hvaða gangna þurfi að afla varðandi mat á samfélagslegum áhrifum þessara virkjunarkosta, miðað við þau matsviðmið sem faghópurinn leggur til grundvallar.
Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 5. apríl kl. 10:00 á Teams.