29. fundur faghóps 3, 17.05.2023
Fundarfrásögn
29. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
17. maí 2023 kl. 10:30 – 11:55 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Inn á fundinn komu Guðný Gústafsdóttir og Stefán Þór Gunnarsson frá Félagsvísindastofnun.
Fundargerð
Farið yfir spurningar í fyrirhugaðri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar í sveitarfélögunum við neðri hluta Þjórsár, og þær samþykktar af hálfu faghópsins. Guðný mun senda faghópnum drög að skipulagi rýnihópavinnu.
Rætt um verktilboð frá RHA varðandi þróun matsviðmiða og beitingu þeirra í tengslum við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkostanna Skúfnavatna-, Tröllár-, Hvanneyrardals-, Hamars-, og Bolaölduvirkjun, en verkefnisstjórn hefur samþykkt verktilboðið. Jón og Hjalti munu sameiginlega ganga frá orðalagi verktilboðsins í samræðmi við athugasemdir formanns verkefnisstjórnar.
Umræður um þá tíu vindorkukosti sem verkefnisstjórn leggur til að verði skoðaðir á næstu mánuðum. Ákveðið að kanna hvort hægt sé að framkvæma litlar skoðanakannanir í tengslum við mat á þessum kostum, auk viðtala faghópsins við fulltrúa sveitarstjórna, og beitingu vefsjár Landmælinga.
Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 30. maí kl. 10:30 á Teams.