32. fundur faghóps 3, 26.06.2023

Fundarfrásögn

32. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

26. júní 2023 kl. 13:00 – 13:55 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um óformlegt álit lögfræðinga ráðuneytisins um hvort málefnalegt sé að spyrja um eignarhald við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta. Haft verður samráð við formann verkefnisstjórnar varðandi þá niðurstöðu.

  1. Rætt um landskönnun á landsvísu um virkjanamál, en þar eru komin rúmlega 1000 svör.

  1. Rætt um upplýsingaöflun Landmælinga fyrir faghópinn í tengslum við mögulegar skoðanakannanir um vindorkukosti. Rætt um að framkvæmd slíkra skoðanakannana gæti mögulega verið í samstarfi fleiri en eins aðila.

  1. Áframhaldandi umræður um hvernig best sé að haga utanumhaldi þegar kemur að vinnu við mat á samfélagslegum áhrifum vindorkukostanna. Gert ráð fyrir að drög að verktilboði komi frá RHA varandi þennan þátt fyrir sumarfrí.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 9. ágúst kl. 9:00 á Teams.