34. fundur faghóps 3, 24.08.2023

Fundarfrásögn

34. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

24. ágúst 2023 kl. 9:00 – 9:55 á Teams.


Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Rætt um tillögu að rannsóknaráætlun frá RHA varðandi mat á samfélagslegum áhrifum tíu vindorkukosta, einkum með tilliti til þess hvort hægt sé að áfangaskipta matinu þannig að 4-5 vindorkukostir verði teknir til rannsóknar og afgreiddir á haustmánuðum og aðrir 5-6 eftir áramót.

  1. Rætt um skoðanakönnun á viðhorfum fólks til einstakra vindorkukosta. Farið yfir stærð og dreifingu úrtaks og yfir drög að spurningalista. Ákveðið að næsta skref sé að leita tilboðs í verkið.

  1. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 12. september kl. 9:00 á Teams.