37. fundur faghóps 3

37. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 4. október 2023 kl. 14:00 – 15:00 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

• Rætt um gerð skýrslu vegna mats á samfélagslegum áhrifum þriggja virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár. Farið yfir helstu niðurstöður sem fyrir liggja varðandi þær rannsóknir sem gerðar hafa verið á undanförnum vikum og mánuðum á afstöðu íbúa á svæðinu til umræddra virkjana. Einnig rætt um möguleg áhrif Hvammsvirkjunar og innviðauppbyggingar í tengslum við hana á samfélögin á svæðinu. Hjalta og Sjöfn falið að gera tillögu að uppbyggingu skýrslunnar.

• Umræður um tekjuöflun sveitarfélaganna í samhengi við aukin verkefni þeirra á undaförnum árum, og áhrif vaxandi tekjuþarfar á afstöðu þeirra til virkjana.

• Umræður um vindorkukosti, einkum Hnotastein og Vindheima sem Hjalti heimsótti nýverið ásamt fulltrúum úr verkefnisstjórn og faghópum. Rætt um kynningar gagnvart íbúum, afstöðu sveitarstjórna og fleira.

• Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 10. október kl. 10:00 á Teams.