38. fundur faghóps 3
38. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 10. október 2023 kl. 10:00 – 11:00 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
• Í framhaldi af samráði Jóns við formann verkefnisstjórar var rætt um að fækka vindorkukostum sem teknir verða til mats í vinnu faghópsins í yfirstandandi lotu nú í haust úr 10 í 8. Í framhaldinu rætt um skoðanakönnun um afstöðu íbúa til viðkomandi 8 kosta. Rætt um spurningar könnunarinnar og afmörkun úrtakssvæða, sérstaklega í nágrenni þéttbýlis á Suðvestur horni landsins.
• Rætt um nálgun og efnistök í fyrirhugaðri skýrslu faghópsins um þrjá virkjunarkosti í neðri hluta Þjórsár.
• Rætt um matskvarða sem Hjalti vinnur að, en hann mun hafa samráð við Jón um matskvarðann í næstu dögum og stefnt er að því að taka hann fyrir á næsta fundi faghópsins.
• Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 27. október kl. 8:30 á Teams.