39. fundur faghóps 3
39. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 27. október 2023 kl. 13:00 – 14:00 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
• Rætt um undirbúning skoðanakönnunar um afstöðu íbúa til 8 vindorkukosta einkum með tilliti til afmörkunar úrtakssvæða, sérstaklega í nágrenni þéttbýlis á Suðvestur horni landsins – í framhaldi af gögnum sem bárust frá Michaelu Hrabalíková hjá Landmælingum. Gögnin virðast miðast við íbúa í gefnum radíus sem sjá vindmyllurnar frá heimili sínu. Ákveðið að skoðanakönnunin verði gerð með úrtaki allra íbúa á gefnu svæði, og óska eftir gögnum frá Landmælingum í samræmi við það.
• Rætt um skýrslu Félagsvísindastofnunar á viðhorfum íbúa í sveitarfélögunum við neðri hluta Þjórsár til virkjunarkosta í ánni. Rætt um upplegg varðandi skýrslu faghópsins um þessa virkjunarkosti.
• Rætt um vinnu við mótun matsviðmiða í tengslum við mat á fjórum vatnsaflskostum og einum jarðvarmakosti sem til umfjöllunar er hjá faghópnum. Stefnt að því að þessi vinna verði unnin í nóvember/desember þegar vinnu faghóps vegna mats á Þjórsárkostum er lokið.
• Rætt um mat á sýnileika vindorkukosta og áhrifum þeirra á íbúa í nágrenni þeirra.
• Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 3. nóvember kl. 8:30 á Teams.