43. fundur faghóps 3, 21.11.2023
Fundarfrásögn
43. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
21. nóvember 2023 kl. 10:00 – 11:05 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
1. Farið yfir samandregnar niðurstöður skýrslu faghópsins varðandi mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár.
2. Rætt um skoðanakönnun á afstöðu íbúa til 8 vindorkukosta sem Félagsvísindastofnun er að vinna að fyrir faghópinn. Ákveðið að leggja til við verkefnisstjórn að könnun á afstöðu íbúa í Grindavík og víðar á Reykjanesi til Reykjanesgarðs verði ekki hluti skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar sem nú stendur yfir, í ljósi stöðunnar í Grindavík. Jafnframt verði lagt til við verkefnisstjórn að úrtak vegna könnunar á afstöðu til hinna vindorkukostanna 7 verði stækkað sem því nemur, þannig að heildarkostnaður við könnunina haldist óbreyttur.
3. Ákveðið að næsti fundur faghópsins fjalli um mat á samfélagslegum áhrifum fjögurra vatnsaflskosta og eins jarðvarmakosts, og mótun matsviðmiða samhliða því.
4. Ákveðið að næsti fundur faghópsins verði föstudaginn 1. desember kl. 8:30.