44. fundur faghóps 3, 1.12.2023

Fundarfrásögn

44. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

1. desember 2023 kl. 8:30 – 10:15 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

1. Hjalti fór yfir mögulega matskvarða, viðföng og undirviðföng í tengslum við mat á samfélaglegum áhrifum fjögurra vatnsaflskosta og eins jarðvarmakosts, það er Hamarsvirkjunar, Hvanneyrardalsvirkjunar, Skúfnavatnavirkjunar, Tröllárvirkjunar og Bolaöldu. Samþykkt að miða við og aðlaga matskvarða frá Landsneti, að minnsta kosti til að byrja með. Til greina kemur síðar í vinnuferlinu að einfalda kvarðann og miða þá við matskvarða Skipulagsstofnunar. Hjalti mun gera tillögu um aðlagaðan matskvarða á næstu dögum og senda á hópinn til skoðunar og umræðu. Farið yfir þær upplýsingar og gögn sem til eru um hvert viðfang og undirviðfang, hvernig mætti gefa þeim einkunn, og hvar þarf að afla frekari upplýsinga. Vinna við gagnaöflun og skýrsluskrif af hálfu RHA er komin nokkuð áleiðsis en gert er ráð fyrir að hún taki tvær til þrjár vikur til viðbótar. Ákveðið að kanna hvort skynsamlegt sé að bæta við nýju undirviðfangi varðandi áhrif virkjunarkosta á almennt raforkuöryggi í landinu.

2. Ákveðið að næsti fundur faghópsins verði föstudaginn 8. desember kl. 8:30.