49. fundur faghóps 3, 19.1.2024

Fundarfrásögn

49. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

19. janúar 2024 kl. 10:00 – 11:30 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir .

Fundargerð

1. Umræður um athugasemd formanns verkefnisstjórnar við skýrslu RHA um matsvísa og frummat fimm orkukosta, er varðar viðfangið tækifæri til verndunar svæðis. Formanni faghópsins falið að svara formanni verkefnisstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

2. Umræður um athugasemd formanns verkefnisstjórnar varðandi könnun Félagsvísindastofnunar, Viðhorf til virkjana á Íslandi, sem gerð var fyrir faghópinn. Formanni faghópsins falið að svara formanni verkefnisstjórnar í samræmi við umræður á fundinum.

3. Umræður um skoðanakönnun um viðhorf íbúa til nokkurra vindorkukosta sem Félagsvísindastofnun hefur framkvæmt á undanförnum vikum að beiðni faghópsins. Farið yfir bráðabirgðaniðurstöður könnunarinnar. Ákveðið að rétt sé, í samráði við Félagsvísindastofnun, að láta staðar numið í gagnaöflun vegna könnunarinnar.

4. Farið yfir megin atriði í væntanlegri skýrslu um mat á samfélagslegum áhrifum þeirra vindorkukosta sem faghópurinn hefur haft til umfjöllunar á síðustu vikum og mánuðum, og verkum skipt í því sambandi.

5. Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 26. janúar kl. 8:30.