5. fundur faghóps 3, 12.05.2022

Fundargerð

5. fundur í 

faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

12. maí 2022 kl. 10:00 – 11:00 á Teams.


Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð
  1. Rætt um atriði sem fram kom á fundi verkefnisstjórnar og faghópa 2. maí síðastliðinn. Þar skapaðist meðal annars umræða um mikilvægi þess að faghópur 3 þróaði aðferðafræði sína áfram með mótun matskvarða og vogtalna fyrir viðföng og undirviðföng samfélagslegra áhrifa.
  2. Farið yfir hvert þeirra viðfanga sem faghópurinn telur, á grundvelli fyrri vinnu og rannsókna á vegum faghóps 3 og á grundvelli heimsmarkmiða Sþ og orkustefnu Íslands til ársins 2050, að vænlegast sé að miða við í matsvinnu hópsins. Gerð voru fyrstu drög að lista yfir undirviðföng og matsaðferðir. Rætt um að æskilegt sé að hafa undirviðmið fleiri en færri í byrjun en fækka þeim svo mögulega í ljósi reynslunnar. Einnig sé æskilegt að prufukeyra matskvarðann á einum virkjunarkosti áður en hann sé lagður til grundvallar í megin matsvinnu faghópsins.
  3. Ákveðið að kanna hvort og þá hvað í fyrirliggjandi rannsóknum geti komið að gagni við gerð matskvarðans. Einnig ákveðið að kanna nýjustu gögn um fasteignagjöld af ólíkum tegundum virkjana. 
  4. Ákveðið að næsti fundur verði 19. maí kl. 13.