50. fundur faghóps 3, 26.1.2024

Fundarfrásögn

50. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

26. janúar 2024 kl. 8:30 – 9:45 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir .

Fundargerð

1. Umræður um framsetningu á niðurstöðum í skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnun á viðhorfum til virkjana á Íslandi. Ákveðið að athuga hvort faghópurinn geti rætt málið á fundi með verkefnisstjórn.

2. Hafsteinn fór yfir stutta samantekt á niðurstöðum viðhorfskannana um vindorkuver. Umræður um niðurstöðurnar og hvernig faghópurinn geti nýtt þær í mati sínu.

3. Rætt um mat á sýnileika vindvirkjana frá byggð út frá niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar og út frá gögnum Landmælinga.

4. Hjalti mun setja upp ramma fyrir skýrslu faghópsins um vindorkukosti á Teamssvæði faghópsins. Faghópurinn mun kynna sér frekari gögn og bæta eftir atvikum við umfjöllun inn í skýrslurammann til næsta fundar.

5. Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 2. febrúar kl. 13:00.