51. fundur faghóps 3, 2.2.2024

Fundarfrásögn

51. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

2. febrúar 2024 kl. 13:00 – 14:05 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Jón Geir Pétursson formaður verkefnisstjórnar var gestur fundarins.

Fundargerð

1. Samtal við Jón Geir um framsetningu á niðurstöðum í skýrslu Félagsvísindastofnunar um könnun á viðhorfum til virkjana á Íslandi. Faghópurinn lagði til við Jón Geir að skýrslan innihaldi upplýsingar um og greiningu á svörum við spurningu um eignarhald. Jón Geir mun bera þá tillögu undir verkefnisstjórn.

2. Umræður um athugasemd Jóns Geirs varðandi skýrslu RHA, Matsvísar og frummat fimm orkukosta, er lýtur að því að taka tillit til fleiri gagna er varða viðfangið „Tækifæri til verndunar svæðis“. Niðurstaða faghópsins að taka athugasemdina til greina og bregðast við henni.

3. Jón Geir fjallaði um vinnuna framundan og tímaramma hennar.

4. Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 9. febrúar kl. 9:00.