53. fundur faghóps 3, 16.2.2024

Fundarfrásögn

53. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

16. febrúar 2024 kl. 9:00 – 9:45 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Rætt um drög að minnisblaði Hjalta vegna viðfangsins „Tækifæri til vernduar svæðis“. Ákverðið að stefna að því að minnisblaðið og drög að afgreiðslu faghópsins á fjórum vatnsaflskostum og einum jarðvarmakosti liggi fyrir á næsta fundi faghópsins.

2. Farið lauslega yfir virkjunarkosti úr biðflokki rammaáætlunar sem verkefnisstjórn mun að líkindum fela faghópum að hefja vinnu við að meta á komandi vikum.

3. Umræður um viðföng í mati á samfélagslegum áhrifum vindorkukosta, er varða nálægð við byggð, sýnileika og fleira.

4. Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 23. febrúar kl. 9:00.