54. fundur faghóps 3, 23.2.2024

Fundarfrásögn

54. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

23. febrúar 2024 kl. 9:00 – 9:40 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Rætt um framsetningu á niðurstöðum faghópsins varðandi mat á samfélagslegum áhrifum fjögurra vatnsaflskosta og eins jarðvarmakosts. Hjalti mun skoða hvort hægt sé að skerpa á framsetningunni, til dæmis með notkun lita. Einnig rætt um minnisblað Hjalta um viðfangið „Tækifæri til vernduar svæðis“ og breytingar á skýrslu RHA til samræmis við það. Loks rædd drög að bréfi sem fylgja myndi niðurstöðu faghópsins.

2. Rætt um framkomnar athugasemdir varðandi skýrslu faghópsins um samfélagsleg áhrif virkjunarkosta í neðri hluta Þjórsár og svör faghópsins við þeim.

3. Umræður um næstu verkefni faghópsins, einkum varðandi mat á vindorkukostum og gjöldum af þeim til sveitarfélaga.

4. Ákveðið að næsti fundur verði föstudaginn 1. mars kl. 9:00.