56. fundur faghóps 3, 14.3.2024
Fundarfrásögn
56. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
14. mars 2024 kl. 10:30 – 11:10 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
1. Ákveðið að senda skýrslu um matsvísa og frummat fimm orkukosta til verkefnisstjórnar.
2. Rætt um málstofu Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins um framtíð rammaáætlunar í Þjóðmenningarhúsinu 19. mars.
3. Farið yfir drög að svörum faghópsins við innsendum umsögnum er varða skýrslu faghóps 3 um virkjanir í neðri hluta Þjórsár, í fyrra umsagnarferli um drög að tillögu verkefnisstjórnar varðandi endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar.
4. Ákveðið að næsti fundur verði mánudaginn 25. mars kl. 11:00.