57. fundur faghóps 3, 25.3.2024
Fundarfrásögn
57. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
25. mars 2024 kl. 11:00 – 11:55 á Teams.
Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
1. Rætt um athugasemdir er bárust í seinna umsagnarferli um tillögu verkefnisstjórnar varðandi endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar. Faghópurinn er sammála um að ekki sé ástæða til þess að hann bregðist við athugasemdunum þar sem þær varða ekki viðfangsefni faghópsins með beinum hætti.
2. Rætt um stöðuna á vinnu faghópsins varðandi mat á samfélaglegum áhrifum vindorkukosta. Umræður um hvort ástæða sé til að bíða niðurstaðna þeirrar stefnumótunarvinnu sem nú fer fram á vegum stjórnvalda varðandi lagalega umgjörð vindorku, þar sem hún gæti breytt verulega forsendum mats faghópsins. Ákveðið að rétt sé að draga saman niðurstöður þeirrar vinnu sem fram hefur farið á vegum faghópsins vegna mats á samfélagslegum áhrifum umræddra kosta, og mun Hjalti taka að sér að hafa forystu í þeirri vinnu.
3. Ákveðið að næsti fundur verði mánudaginn 22. apríl kl. 15:00.