59. fundur faghóps 3, 14.5.2024
Fundarfrásögn
59. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
14. maí 2024 kl. 10:00 – 10:35 á Teams.
Mættir: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson og Jón Ásgeir Kalmansson.
Fundargerð
1. Ræddar hugmyndir um hverjir gætu komið inn í faghópinn í stað Sjafnar sem er farin í veikindaleyfi. Tvö nöfn lentu efst á blaði og mun Jón kanna hug annars hvors eða beggja til að taka sæti í faghópnum.
2. Jón greindi frá fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn þann 24. apríl þar sem farið var yfir vinnu faghópanna. Fram kom að kynning á störfum faghóps 3 hefði fengið jákvæðar undirtektir en fulltrúar í verkefnisstjórn hefðu jafnframt verið áhugasamir um hvort faghópurinn gæti ekki stigið skrefi lengra í aðferðafræði sinni og forgangsraða kostum á grundvelli vinnunnar.
3. Rætt um drög að skýrslu RHA, sem Hjalti er höfundur að, sem felur í sér samantekt úr rannsóknum faghóps 3 um vindorku í 5. áfanga rammaáætlunar. Einkum rætt um hvernig megi gera framsetningu niðurstaðna sem skýrasta, ekki síst í töfluformi.
4. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 21. maí kl. 13:00.