60. fundur faghóps 3, 21.5.2024

Fundarfrásögn

60. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

21. maí 2024 kl. 13:00 – 14:00 á Teams.

Mættir: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Jóhanna Gísladóttir lektor við LBHÍ boðin velkomin á faghópinn. Fundarmenn kynntu sig og farið var lauslega yfir vinnu faghópsins í núverandi og fyrri áföngum rammaáætlunar.

2. Farið yfir nokkur atriði í drögum að skýrslu RHA, sem Hjalti er höfundur að, og felur í sér samantekt á rannsóknum faghóps 3 á nokkrum vindorkukostum í 5. áfanga rammaáætlunar. Hjalti og Hafsteinn munu fyrir næsta fund skoða möguleika á að taka sýnileika vindmyllanna inn í matið, á grundvelli gagna frá Landmælingum.

3. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 29. maí kl. 13:00.