61. fundur faghóps 3, 29.5.2024

Fundarfrásögn

61. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

29. maí 2024 kl. 13:00 – 14:00 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Í upphafi komu inn á fundinn Gunnar Geir Pétursson og Óli Grétar Blöndal Sveinsson frá Landvirkjun. Var rætt við þá um samspil vindorku og orkuöryggis á landsvísu, einkum með tilliti til náttúruvár. Fram kom meðal annars að vindorkukostir hefðu ýmsa kosti hvað náttúruvá á borð við eldvirkni varðar þar sem þeir væru yfirleitt staðsettir hátt í landslagi og væru dreifðir yfir nokkurt landsvæði. Á hinn bóginn koma einnig fram það sjónarmið að almennt væri öryggi slíkra kosta meira utan eldvirka beltisins en innan þess. Þá var rætt um samspil vindorku og flutningskerfisins, áhrif vindorkukosta staðbundið á flutningskerfi raforku, og samspil vindorku, vatnsafls og jarðvarma.

2. Farið yfir atriði í drögum að skýrslu RHA, sem Hjalti er höfundur að, og felur í sér samantekt á rannsóknum faghóps 3 á nokkrum vindorkukostum í 5. áfanga rammaáætlunar. Einkum rætt um annað skynrænt áreiti vegna vindorkukosta en sýnileika, fjarlægðarmörk og nálægð við byggð, þjóðgarða og annað.

3. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 5. júní kl. 11:00.