62. fundur faghóps 3, 5.6.2024

Fundarfrásögn

62. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

5. júní 2024 kl. 11:00 – 11:45 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Rætt um atriði í drögum að skýrslu RHA, sem Hjalti er höfundur að, og felur í sér samantekt á rannsóknum faghóps 3 á nokkrum vindorkukostum í 5. áfanga rammaáætlunar. Einkum farið yfir töflu sem sýnir vísbendingar um samfélagsáhrif vindorkukostanna í stórum dráttum greint eftir viðföngum. Faghópurinn gerir ekki frekari athugasemdir við skýrsluna. Faghópurinn mun eftir sumarhlé skoða hvort rétt sé að meta eftir því sem kostur er efnahagsleg áhrif þeirra vindorkukosta sem til umfjöllunar eru í skýrslunni á viðkomandi sveitarfélög, miðað við núverandi regluverk.

2. Ákveðið að næsti fundur verði miðvikudaginn 14. ágúst kl. 10:00, en fyrr ef þurfa þykir.