63. fundur faghóps 3, 14.8.2024

Fundarfrásögn

63. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

14. ágúst 2024 kl. 10:00 –10:40 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Rætt um verkefnistillögu um mat á efnahagslegum ávinningi sveitarfélaga vegna vindorkukosta. Ákveðið leggja hana þannig upp að henni verði kaflaskipt. Í fyrri hluta vinnu vegna hennar, sem lokið verði á næstu vikum, verði fasteignagjöld og önnur opinber gjöld vegna byggingar og reksturs vindorkukostanna metin eins og kostur er miðað við núverandi regluverk og forsendur. Niðurstöðum þeirrar vinnu verði skilað í formi minnisblaðs sem fylgja mun skýrslu RHA: Samantekt úr rannsóknum faghóps 3 á vindorku í 5. áfanga rammaáætlunar. Síðari hluti verkefnistillögunnar verði svo unninn í framhaldinu, en þar verður leitast við að leggja mat á mögulegan efnahagslegan ávinning sveitarfélaga vegna vindorku í ljósi regluverks annarra þjóða.

2. Rætt um hugmyndir sem til skoðunar eru um mögulegt afnám friðlýsingar til að hægt sé að nýta virkjunarkost í nafni brýnna samfélagslegra hagsmuna.

3. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 27. ágúst kl. 10:00.