64. fundur faghóps 3, 9.9.2024
Fundarfrásögn
64. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
9. september 2024 kl. 8:30 –9:06 á Teams.
Mætt: Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson. Inn á fundinn kom Jón Þorvaldur Heiðarsson, lektor við HA.
Fundargerð
1. Jón Ásgeir gerði grein fyrir þeirri niðurstöðu verkefnisstjórnar að samþykkja ekki verkefnistillögu um mat á mögulegum efnahagslegum áhrifum vindorkukosta sem RHA vann að beiðni og í samstarfi við faghópinn.
2. Rætt við Jón Þorvald um mat á efnahagslegum áhrifum vindorku á sveitarfélög, einkum í ljósi fyrirkomulags vindorkunýtingar í Noregi. Hjalti fór yfir útreikninga á mögulegum fjárhagslegum ávinningi sveitarfélaga vegna nokkurra vindorkukosta sem RHA hefur rannsakað fyrir faghóp 3 á síðustu mánuðum, miðað við núverandi skatta- og gjaldaumhverfi á Íslandi.
3. Farið yfir verkefnastöðuna. Óljóst er á þessari stundu hvenær faghópum berast fleiri virkjunarkostir til umfjöllunar.
4. Faghópnum hafa borist til umsagnar drög að skýrslunni Multi-Criteria Decision Analysis (MCDA) for assessing energy options – a literature review on the application of GIS-MCDA in informing the Master Plan.
5. Ákveðið að næsti fundur verði þriðjudaginn 30. september kl. 10:00.