66. fundur faghóps 3, 17.10.2024

Fundarfrásögn

66. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta, 

17. október 2024 kl. 13:00 –13:30 á Teams.

Mætt: Hafsteinn Birgir Einarsson, Hjalti Jóhannesson, Jóhanna Gísladóttir og Jón Ásgeir Kalmansson.

Fundargerð

1. Umræður um athugasemdir við mat faghópsins á fimm orkukostum í 5. áfanga rammaáætlunar; Skúfnavatnavirkjun, Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun, Hamarsvirkjun og Bolaölduvirkjun, sem bárust í tveimur umsagnarferlum í tengslum við drög að tillögu verkefnisstjórnar.

2. Hjalti fór yfir endanlega útgáfu af minnisblaði um áætluð fasteignagjöld til sveitarfélaga vegna vindorkumannvirkja.

3. Ákveðið að næsti fundur verði fimmtudaginn 8. nóvember kl. 10:00.