9. fundur faghóps 3, 16.08.2022
Fundarfrásögn
9. fundur í
faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,
16. ágúst 2022 kl. 11:00 – 12:00 á Teams.
Mætt: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, Hjalti Jóhannesson, Jón Ásgeir Kalmansson, og Sjöfn Vilhelmsdóttir.
Fundargerð
Jón greindi frá fundi hans með Helga Hjörvar og Ríkharði Erni Ragnarssyni, fulltrúum fyrir tvö vindorkuverkefni, þann 15. ágúst sem var haldinn að þeirra beiðni til að fá upplýsingar og skiptast á skoðunum um mat á samfélagsáhrifum vindorkukosta í 5. áfanga.
Rætt um stöðuna á fyrirspurn Hjalta til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar vegna álits á leiðum til að áætla fasteignagjöld vegna orkumannvirkja. Óvíst er að það berist skriflegt álit frá stofnuninni þar að lútandi.
Hjalti hefur óskað eftir upplýsingum frá rekstraraðilum stærri virkjana um fjölda starfsmanna við virkjanir, eftir búsetu og kyni.
Jón og Hjalti hafa beðið um fundi með Grími Sæmundsen hjá Bláa lóninu og Bjarna Bjarnasyni hjá OR, um nýtingarmöguleika jarðvarma, og munu væntanlega fá svör fljótlega.
Rætt um mögulegan fund með fulltrúum Landsnets um raforkukerfið í samstarfi við verkefnisstjórn.
Umræður um möguleika á að láta endurtaka landskönnun á afstöðu almennings til orkunýtingar af því tagi sem var gerð að beiðni faghóps 3 í 3. áfanga rammaáætlunar. Farið yfir spurningar úr þeirri könnun, rætt um mögulegar breytingar á henni í samræmi við breytingar í samfélaginu, og rætt um kostnað. Ákveðið að gera kostnaðaráætlun.
Ákveðið að næsti fundur verði 25. ágúst kl. 14.