18.-26. fundir faghóps 4, júní-nóvember 2022

Fundarfrásagnir

Meðlimir faghóps: 

Páll Jensson (PJ)
Auður Nanna Baldvinsdóttir (ANB)
Margrét Arnarsdóttir (MA)
Marta Rós Karlsdóttir (MRK)
Sveinn Ingi Ólafsson (SIÓ)

Fundur 18, fjarfundur, fimmtudag 30/6 kl 15:30-16:30

Mættir:

PJ, ANB, MRK og SIÓ, en MA komst ekki

Á fundinum greindi PJ frá spjallfundi með tveim vindorkuaðilum. Rætt var m.a. um að óska eftir fundi með Úlfari á Landsvirkjun í ágúst. PJ mun setja upp þjónustubeiðni vegna vinnu við þróun arðsemilíkana svo fólk geti skráð tíma á hana. Framundan eru sumarleyfi en rætt var um að næsti fundur yrði í vikunni sem byrjar 15 ágúst nk.


Fundur 19, fjarfundur, föstudag 12/8 kl 11:00-12:00

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Á fundinum var rætt um aðferðafræði hópsins og hún þróuð áfram.


Fundur 20, hjá Auði, föstudag 19/8 kl 11:00-12:00

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Áfram var fjallað um aðferðafræðina, m.a. 3 arðsemilíkön sem PJ kynnti.


Fundur 21, fjarfundur, föstudag 7/10 kl 11:00-12:30

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Á fundinum greindi PJ frá fundi formanna með verkefnastjóra og Landmælingum daginn áður. En mest var rætt um það hvort hópurinn muni fá gögn um stofnkostnað virkjanaaðila sem Orkustofnun telur sig ekki mega afhenda. PJ mun setja Jón Geir inn í málið. Kl 11:30 mætti Gnýr Guðmundsson frá Landsneti á fundinn og var rætt við hann um hvaða staðsetningar nýrra virkjana myndu henta best fyrir flutningskerfið, sem og tengikostnað. Gnýr var sem fyrr fús til samstarfs og verðu þetta þróað áfram með honum.


Fundur 22, fjarfundur, fimmtudag 3/11 kl 9:00-15:00

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Kynningarfundur á Teams um vindorkukosti.


Fundur 23, fjarfundur, föstudag 4/11 kl 9:00-12:00

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Kynningarfundur á Teams um vindorkukosti.


Fundur 24, fjarfundur, þriðjudag 8/11 kl 13:00-14:00

Mættir:

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Hópurinn ræddi um margt m.a. um meðferð trúnaðargagna, en fyrst og fremst þó um kynningar á fyrirhuguðum vindorkuverum sem haldnar voru í síðustu viku. Einnig um stöðu Landsvirkjunar hvað jöfnunarorku varðar og um hugmyndir um förgunarsjóð.


Fundur 25, fjarfundur, miðvikudag 9/11 kl 10:00-11:30

Mættir: 

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Kynningarfundur á Teams um vindorkukosti.


Fundur 26, fjarfundur, fimmtudag 10/11 kl 15:00-17:00

Mættir: 

PJ, ANB, MA, MRK og SIÓ

Kynningarfundur á Teams um vindorkukosti.