71-81. fundur faghóps 4, 8. janúar -29. apríl 2024
Fundarfrásögn
Fundur 71, fjarfundur, mánudag 8/1 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var um að senda þyrfti ítrekunarbréf því aðeins hafa 2 vindorkuaðilar svarað. Fallorka sagðist ekki hafa nein ný gögn en upplýsingar bárust frá Ríkharði hjá EM Orku. PJ mun senda út uppkast. Einnig var rætt um tengikostnað við flutningskerfi Landsnets.
Fundur 72, fjarfundur, mánudag 22/1 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var um þau innsendu gögn sem borist hafa frá vindorkuaðilum, en gögn hafa borist frá Alviðru, Garpsdal, HS Orku og Zephyr.
Fundur 73, fjarfundur, mánudag 5/2 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var áfram um gögnin frá vindorkuaðilum. Einnig var rætt um framboðsspá OS sem Björn kynnti.
Fundur 74, fjarfundur, mánudag 12/2 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var m.a. um framsetningu arðsemiútreikninga á vindorkukostum. Þá var rætt um umsögn nr 16 í samráðsgátt, PJ mun senda drög á hópinn.
Fundur 75, fjarfundur, mánudag 19/2 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Enn voru gögnin frá vindorkuaðilum til umræðu sem og framsetning niðurstaðna. Björn ræddi um að verkefnisstjórn þyrfti að óska eftir breytingu á reglugerð um þau gögn sem aðilar senda til OS.
Fundur 76, fjarfundur, mánudag 26/2 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var um að fá fundi með Ólafi Rögnvalds hjá Belgingi um nýtingartölur vindorkuvera og Gný hjá Landsneti um tengikostnað þeirra. Rætt var um jöfnunarorku og kostnað við hana í Noregi sem virðist vera rúmlega 2 kr/kWh.
Fundur 77, fjarfundur, mánudag 4/3 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Þessi fundur var haldinn með Ólafi Rögnvaldssyni hjá Belgingi og var farið yfirnýtingartölur frá vindorkuaðilum. Niðurstaðan var að flestar tölurnar þykja hæpnar enda lítið um að þær séu studdar af mælingum.
Fundur 78, fjarfundur, mánudag 11/3 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Á þessum fundi var ákveðið að í reynd væri ekki hægt að byggja á innsendum gögnum frá vindorkuaðilum, þær væru einfaldlega mismunandi bjartsýnar. Þá vekur það athygli hópsins hve liðurinn „ófyrirséð“ er lítill, jafnvel niður í ca 1%. Ákveðið var að reikna LCOE með „stöðluðum“ forsendum.
Fundur 79, fjarfundur, mánudag 18/3 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Þessi fundur um tengikostnað var haldinn með Gný Guðmundssyni og Arngunni Einarsdóttur hjá Landsneti. Niðurstaðan var sú að tengikostnaður vindorkukosta er í vinnslu hjá Landsneti og munu þau senda faghópnum gögn þegar þau hafa reiknað tengikostnaðinn.
Fundur 80, fjarfundur, mánudag 8/4 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var um greinargerð um vindorkukostina og ákveðið að nota staðlaðar forsendur um stofnkostnað nema tengikostnað, og einnig að miða við 40% nýtingu og að reksturskostnaður væri 3% af stofnkostnaði. Stofnkostnaður myndi byggjast á meðaltali innsendra gagna.
Fundur 81, fjarfundur, mánudag 22/4 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var m.a. um nýstofnaða kauphöll sem ekki má kalla slíkt. Einnig var haldið áfram að ræða um vindorkukostina.
Fundur 82, fjarfundur, mánudag 29/4 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Teknir voru fyrir þeir 5 virkjanakostir sem verkefnisstjórn vill ljúka sem fyrst (Bolaalda, Hamarsvirkjun, Hvanneyrardalur, Tröllárvirkjun og Skúfnavötn) og ákveðið að leita eftir uppfærðum stofnkostnaði m.a. janúar 2024 og einnig að biðja Landsnet um tengikostnað þessara kosta.