82-89. fundur faghóps 4, 6. maí - 2. október 2024

Fundarfrásögn

Fundur 82, fjarfundur, mánudag 6/5 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Haldið var áfram með þá 5 virkjanakostir sem verkefnisstjórn vill ljúka sem fyrst (Bolaalda, Hamarsvirkjun, Hvanneyrardalur, Tröllárvirkjun og Skúfnavötn) og ákveðið að leita eftir uppfærðum stofnkostnaði m.a. janúar 2024 og einnig að biðja Landsnet um tengikostnað þessara kosta.


Fundur 83, fjarfundur, mánudag 13/5 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Ný gögn hafa borist og tengikostnaður frá Landsneti. Ákveðið var að fjalla einungis um sölu á raforku, ekki aðrar hugsanlegar tekjur virkjana. Samin voru drög að minnisblaði til verkefnastjórnar.


Fundur 84, fjarfundur, miðvikudag 22/5 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Fjallað var um ábendingar Jóns Geirs formanns verkefnastjórnar og þær teknar til greina. Einnig var ákveðið að gefa niðurstöður um LCOE upp sem óvissubil en ekki eina tölu fyrir hvern kost.


Fundur 85, fjarfundur, mánudag 19/8 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Fjallað var um þá 10 vindorkukosti sem verkefnastjórn hefur valið að teknir verði fyrir fyrst.


Fundur 86, fjarfundur, þriðjudag 3/9 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Áfram var unnið með vindorkukostina 10 og fjallað um drög að greinargerð umþá.


Fundur 87, fjarfundur, mánudag 9/9 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Enn var unnið með vindorkuklostina 10 og greinargerð um þá.


Fundur 88, fjarfundur, mánudag 23/9 2024 kl 11:00-12:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Rætt var um viðbrögð verkefnastjórnar við greinargerð faghópsins um vindorkukostina 10 og ákveðið að bæta við greinargerðina umfjöllun um jöfnunarkostnað. Björn tók að sér að gera uppkast að slíkum kafla.


Fundur 89, fjarfundur, miðvikudag 2/10 2024 kl 13:00-14:00

Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ

Áfram var fjallað um jöfnunarkostnað vindorku og einnig um kynningu Zephyr fyrr um daginn. Sveinn tók að sér að stytta uppkastið frá Birni.