90-94. fundir faghóps 4, 7.október-11. nóvember 2024
Fundarfrásögn
Fundur 90, fjarfundur, mánudag 7/10 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Enn var fjallað um vindorkukostina 10 og m.a. ákveðið að til viðmiðunar yrði framvegis byggt á söluverðinu 10 kr/kWh fyrir stöðuga orku en 8 kr/kWh fyrir óstöðuga orku.
Fundur 91, fjarfundur, miðvikudag 9/10 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Minnisblað um jöfnunarorku var klárað og verður viðauki 2 við greinargerð hópsina. MA tók að sér að taka saman texta um vindmælingar vindorkuaðilanna.
Fundur 92, fjarfundur, föstudag 11/10 2024 kl 11:30-12:30
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var m.a. um að reikna einnig út framleiðslukostnað LCOE án tengikostnaðar sem er jú eins fyrir alla kostina því byggt er á stöðluðum forsendum. Niðurstaðan er 6,6 kr/kWh.
Fundur 93, fjarfundur, mánudag 14/10 2024 kl 11:00-12:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Á þessum fundi var lokaatlaga gerð að bæði greinargerðinni og viðauka 2 um jöfnunarkostnað og ákveðið að senda þetta daginn eftir til verkefnastjórnar.
Fundur 94, fjarfundur, mánudag 11/11 2024 kl 16:00-17:00
Mættir: PJ, BAH, MA og SIÓ
Rætt var um förgunarkostnað og ástæður þess að Fh4 hefur ekki lagt mat á hann. Einnig um það þegar virkjanaaðilar senda inn nýjar upplýsingar m.a. um aukið afl þá ætti að benda þeim á Orkustofnun nema um smávægilegar breytingar sé að ræða.